Í maí mánuði tók Grundaskóli þátt í átakinu ,,Hér er töluð allskonar íslenska" á vegum Símenntunar á Vesturlandi.
Hugmynd verkefnisins var að efla samtal og samskipti á íslensku enda er íslenska fyrir okkur öll.
Verkefnið var hugsað til þess að skapa jákvæðni í kringum íslenskuna og skapa öryggi fyrir fólk af erlendum uppruna bæði, börn, unglinga og starfsfólk til þess að þora tala íslensku við innfædda.
Í Grundaskóla eru nemendur og starfsfólk frá 25 þjóðlöndum og því fannst okkur kjörið að gefa þessu átaki gaum enda er töluð allskonar íslenska í okkar skóla.
Meðan á átakinu stóð bar starfsfólk skólans barmerki ,,Hér er töluð allskonar íslenska"
Espigrund 1
Sími: 433 1400
Netfang: skrifstofa(hjá)grundaskoli.is
Opnunartími skrifstofu:
Mán. til fim. 7:30-14:30
Föstudaga til 12:30
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is / 433 1400 / skrifstofa(hja)grundaskoli.is