Grundaskóli einn af stofnaðilum Fab Lab smiðju Vesturlands

Smiðjan verður nokkurs konar móðurstöð fyrir aðrar Fab Lab smiðjur á Vesturlandi og víðtækur samstarfsvettvangur skóla og fyrirtækja. Að henni standa 23 aðilar af Akranesi og víðar af Vesturlandi auk aðkomu tveggja ráðuneyta; nýsköpunarráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins.

Hlutverk smiðjunnar verður meðan annars að:

  • Stuðla að nýsköpun með því að veita einstaklingum, skólum og fyrirtækjum á Vesturlandi aðgang að stafrænum framleiðslutækjum.
  • Stuðla að nýsköpun í kennslu og kennsluháttum nemenda á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem og í fullorðinsfræðslu.
  • Stuðla að auknu tæknilæsi nemenda, einstaklinga með iðn- og tæknimenntun sem og almennings.
  • Stuðla að hverskonar framþróun í framleiðslu og smíði á varningi sem tengist heimilum, fyrirtækjum og öðrum þeim sem hag geta haft af stafrænni framleiðslu og þekkingu.

Nú eru spennandi tímar framundan og Grundaskóli hefur fullan hug á að nýta þessa frábæru aðstöðu fyrir nemendur sína og kennslu í nýsköpun