Frístundaval - myndlist

Í vikunni var enn eitt frístundaval Grundaskóla haldið fyrir nemendur og foreldra. Í þetta skiptið var unnið að listaverkum fyrir væntanlega sýningu í vitanum á Breiðinni. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var bæði metnaður og gleði við völd á námskeiðinu. Það var Angela Árnadóttir, kennari og myndlistarmaður sem hélt utan um hópinn. 

Myndlistarsýningin verður auglýst síðar með formlegum hætti.

Grundaskóli er OKKAR 🥰