Akraneskaupstaður stendur nú að framkvæmdum í skólahverfi Grundaskóla til að bæta umferðaröryggi og greiða fyrir umferðarflæði. Þessar framkvæmdir felast m.a. í að bæta lýsingu við gangbrautir á Garðagrund og að gera auka akrein á gatnamótum við Víkurbraut. Þar hefur viljað myndast ákveðinn umferðartappi á háannatíma.
Við fögnum þessum framkvæmdum og höfum fulla trú á að þær muni verða vel heppnaðar.
Grundaskóli hvetur nemendur og starfsmenn enn og aftur til að nota virkan og umhverfisvænan ferðamáta og ganga til og frá skóla. Hér á Akranesi eru ekki þær vegalengdir að ekki megi ganga og nýta tímann til heilsueflingar.
Espigrund 1 | Opnunartími skrifstofu: |
Sími: 433 1400 | Mánudag. til fimmtud. Kl. 7:45 til 15:30 |
Netfang: skrifstofa@grundaskoli.is | Föstudaga til 13:25 |
Starfsfólk og netföng. |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: www.mentor.is/433 1400 / skrifstofa@grundaskoli.is