Desember fréttir frá 2.bekk

Aðventa er skemmtilegur tími í skólastarfinu og höfum við í 2. bekk brotið upp hefðbundið skólastarf með allskyns jólatengdum verkefnum.
Við höfum einnig lagt mikla áherslu á að hafa hana notarlega og ljúfa.

Hreyfidagatal
Í ár bjuggu börnin til jólaþorp sem var hengt fram á gang, það var mikil samvinna og gleði við gerð þorpsins. Hvert barn bjó til jólakúlu og fann eina hreyfingu sem var sett aftan á kúluna. kúlurnar skreyttu svo jólaþorpið. Á hverju degi voru ein til tvær kúlur opnaðar í hverjum bekk og allir tóku þátt í hreyfingunni, sem var allt frá því að gera magaæfingar í að fara í göngutúr.

Jólasokkar
Það urðu til margir skemmtilegir og litríkir jólasokkar í 2. bekk.

Jólakort fyrir bæjarbúa
Það hefur skapast hefð fyrir því í Grundaskóla að nemendur búi til jólakort með fallegri kveðju og beri út í húsin í bænum. Þessi fallegu kort urðu til í 2. bekk í ár.

Leitin að jólakettinum
Það er alltaf jafn spennandi að fara í göngutúr í myrkrinu. Við lögðum af stað frá skólanum kl. 8.15 með höfuðljós eða vasaljós í rigningu, roki og miklu myrkri. Ferðinni var heitið á byggðasafnið því við höfðum frétt að það hefði sést til jólakattarins þar. Þetta var mjög hressandi og skemmtileg ferð sem endaði svo inn í stofu í heitu kakói og sparinesti.

Rauður dagur

Á rauða deginum var boðið upp á jólamat í mötuneytinu og spiladag hjá okkur í 2. bekk.

Við í 2. bekk óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.