Breytingar í haust

Kæru foreldrar og forráðamenn

Um leið og við viljum þakka ykkur fyrir samstarfið á skólaárinu sem er að líða, viljum við upplýsa ykkur um að samskiptaforritið Weduc, sem við höfum notað við góðar undirtektir s.l 3 ár er að hverfa á braut og munum við notast við Mentor á nýju skólaári.

Aðgangsorð og notkunarleiðbeiningar verða sendar út í ágúst þegar undirbúningur næsta skólaárs hefst.

Við viljum biðja ykkur að láta skrifstofu skólans vita ef þið eruð með ný símanúmer, netföng eða heimilisföng, svo réttar upplýsingar séu til staðar við innleiðingu í Mentor.

Við viljum benda ykkur á að hafa samband við skrifstofu skólans ef nánari upplýsinga er óskað 😊

 skrifstofa@grundaskoli.is eða í síma 433 1400.

 Skrifstofa skólans mun vera lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júni  til 8. ágúst nk.   

Kær kveðja

Heiða og Katrín 😊🌞