Bleikur október í Grundaskóla

Líkt og fjölmörg fyrri ár tekur Grundaskóli þátt í bleikum október með því að lýsa bygginguna upp með bleikum lit. Við styðjum árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Við hvetjum alla til að styðja málefnið með því að kaupa bleiku slaufuna og stuðla að krabbameinsforvörnum. Bleiki liturinn er táknrænn fyrir þessa samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.