Bekkjarfundir

Í Grundaskóla er lögð áhersla á vikulega bekkjarfundi í öllum árgöngum. Nemendur sitja í hring og umsjónarkennari stýrir fundunum. Farið er yfir fundarreglur í upphafi fundar, s.s. að rétta upp hönd, allir hafa leyfi til að tjá sig og fá tækifæri til þess, bera virðingu fyrir skoðunum annarra þó maður sé ekki sammála o.s.frv.

Markmiðið er m.a. að kenna nemendum lausnaleit á lýðræðislegan og félagslegan hátt, þjálfa þá í að tjá eigin þarfir og tilfinningar og ræða sameiginleg gildi og viðhorf bekkjarins. Bekkjarfundir er góður vettvangur fyrir nemendur að ræða hvað þeir myndu vilja hafa öðruvísi og einnig það sem þeir eru ánægðir með í skólanum. Nemendur finna í sameiningu leiðir til að leysa mál og skapa jákvæðari bekkjar- og skólabrag.

Bekkjarfundir er hluti af forvarnaráætlun Grundaskóla.

Á meðfylgjandi myndum má sjá umsjónarkennara 8.bekkjar stýra vikulegum bekkjarfundum sínum.