750 þátttakendur í páskabingói Grundskóla

Síðasta daginn fyrir páskafrí nýttum við okkur tæknina og héldum páskabingó fyrir nemendur skólans í beinni útsendingu frá útvarpsstöð Grundaskóla. Sigurður Arnar og Flosi stjórnuðu bingóinu og þátttakendur hringdu inn í beina útsendingu ef þeir fengu bingó. Þetta var mjög vel heppnað og 24 heppnir nemendur unnu páskaegg. Þetta var hlaðið mikilli spennu því þeir sem voru fyrstir til að hringja, hrepptu vinninginn.