6. bekkur í ferð í Reykjavík

Við í 6. bekk Grundaskóla fengum boð frá Faxaflóahöfnum um að fara í siglingu um sundin blá með þeim. Nemendum var skipt í tvo hópa og fór annar þeirra á Hvalasafnið þar sem þau fengu leiðsögn. Hinn hópurinn fór í siglinguna og í henni fengu nemendur fræðslu um eyjarnar og staðhætti í höfninni. Eins fengu þau fræðslu um lífríkið í hafinu bæði um fugla og sjávardýr. Svo var skipt.
Ferðin endaði á skemmtilegri sundferð í Álftaneslaug þar sem börnin renndu sér í vatnsrennibrautinni og fóru í öldulaugina. Í heild tókst ferðin vel og var skemmtileg.
 
Með kveðju, kennarar 6. bekkja