4. og 5. bekkur í fjöruferð á vordögum 2023

Á vordögum var í boði hjá 4. og 5. bekk að fara í fjöruferð.

Við hér á Akranesi erum svo lánsöm að hafa þá náttúruperlu sem Langisandur er og frábært að geta nýtt hana á þessum dögum. Nemendur fengu það verkefni að finna ákveðna hluti sem finnast í fjörum og byggja sandkastala eða listaverk á ströndinni.

Síðan var frjáls tími sem nemendur notuðu m.a. til þess að stinga sér til sunds og/eða finna ýmsar lífverur í fjörunni. Þrátt fyrir að það hefði ekki verið sumarveður þessa daga þá fengum við ágætis veður og skemmtum okkur vel. 

Kveðja

4. og 5. bekkur