Opni skólinn - Frístundanámskeið fyrir börn og foreldra
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 20. nóvember 2025

Opni skólinn Frístundanámskeið - Listasmiðja
Ekki missa af þessu tækifæri til að gera
eitthvað skemmtilegt með barninu þínu.
Grundaskóli býður nú foreldrum og nemendum tengt áherslum Opna skólans upp á spennandi námskeið sem við köllum Listasmiðju – Komdu að skapa. Vantar þig gjöf í jólapakkann fyrir ömmu eða afa?
Listasmiðja þar sem foreldrar og börn vinna saman að því að mála hvort annað. Boðið verður uppá ólíkan efnivið t.d. akrýlmálningu, vatnslitamálningu, tréliti og blýanta.
Markmiðið er að kynnast betur og eiga skemmtilega stund saman
Tímasetning er þriðjudagurinn 2. desember frá kl. 18 - 20
Þátttakendafjöldi er takmarkaður og hér gildir sem fyrr fyrstir koma fyrstir fá.
Ekkert þátttökugjald er á þetta námskeið.


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk





