Samstarf í 1. og 8. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 13. nóvember 2025

Nemendur í 1. og 8. bekk eru í samvinnu
Nemendur í 1. og 8. bekk eru þessa dagana í sameiningu að búa til leikdeig og kókoskúlur fyrir markaðinn "breytum krónum í gull", sem verður n.k. föstudag í íþróttahúsinu.
Það er óhætt að segja að gleði og góð samvinna hafi einkennt samstarfið hjá krökkunum. 1. bekkur naut þess svo sannarlega að fá leiðbeiningar og utanumhald hjá unglingunum.
Myndirnar tala sínu máli.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk




















