Barnaþing
Heiða Viðarsdóttir • 11. nóvember 2025

Dagana 11. - 13. nóvember
Dagana 11.-13.nóvember fer fram Barnaþing Akraness, þar koma saman nemendur úr 5.-10.bekk á Akranesi og ræða saman málefni líðandi stunda sem við kemur börnum og ungmennum.
Barnaþingið hefur verið þáttur í barnalýðræði á Akranesi í fjölda ára og verða niðurstöður þingsins nýttar til undirbúnings Ungmennaráðs Akraness fyrir Bæjarstjórnarfund Unga fólksins þar sem ungmennaráð fundar með bæjarstjórn.
Barnaþinginu er þrískipt:
11.nóvember 5.-6.bekkur
12.nóvember 7.-8.bekkur
13.nóvember 9.-.10.bekkur
Alls munu 144 börn taka þátt á Barnaþinginu – ásamt Ungmennaráði og riturum úr FVA.
Hver árgangur í hvorum skóla fyrir sig skáir 12 fulltrúa til þátttöku.
Nemendur stóðu sig með sóma og margar hugmyndir komu fram.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk









