Portúgalskir kennarar í heimsókn
Heiða Viðarsdóttir • 8. maí 2025


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
6. maí 2025
Sjóferðin mikla um sundin blá er nú að baki og þetta var bæði virkilega skemmtileg og vel heppnuð ferð. Börnin stóðu sig frábærlega og nutu sín vel, þrátt fyrir mjög blautt veður. Sjóminjasafnið stóð einnig undir væntingum. Alltaf gaman að fara þangað að skoða. Að sjóferðinni og safninu loknu héldum við ferð okkar í Gufunes þar sem við enduðum daginn með pylsuveislu – í grenjandi rigningu! Ferðin var ansi blaut, enda bæði rigning og sjór sem skvettist upp í bátinn. Margir urðu bæði kaldir og votir, en það var samt stutt í brosið. Við töluðum um mikilvægi þess að vera jákvæð og finna það góða í öllum aðstæðum – sem krakkarnir gerðu svo sannarlega. Við tókum fullt af myndum og hvetjum ykkur til að renna yfir þær! Bestu kveðjur, 6. bekkarteymið

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.