7. bekkur í Reykjaskóla
Heiða Viðarsdóttir • 7. maí 2025

Þessa vikuna eru krakkarnir í 7. bekk í Reykjaskóla
Þessa vikuna eru krakkarnir í 7. bekk í Skólabúðunum á Reykjum.
Þar kynnast krakkarnir sögu svæðisins til sjávar og sveita þ.á.m. Grettissögu.
Einnig fara krakkarnir á Byggðasafnið á Reykjum og fá m.a. fræðslu um hákarla og tækifæri til að smakka hákarl. Þá er lögð mikil áhersla á að krakkarnir efli tengslin sín á milli, kynnist öðrum og efli samskiptafærni í gegnum ýmis konar hópeflisleiki.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
27. október 2025
Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel. Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu. Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.



















