Opni skólinn - Frístundanámskeið fyrir börn og foreldra

Frístundanámskeið - KNES tæknismiðja
Ekki missa af þessu tækifæri til að gera
eitthvað skemmtilegt með barninu þínu.
Grundaskóli býður nú foreldrum og nemendum tengt áherslum Opna skólans upp á spennandi námskeið sem við köllum KNEX tæknismiðju. Tæknismiðju þar sem foreldrar og börn vinna saman að því að skapa úr Knex kubbum.
Þetta er „STEM – námskeið“ þar sem hönd og hugur vinna saman að tækni- og byggingarlausnum. ( S – Science (vísindi), T – Technology (tækni), E – Engineering (verkfræði), M – Mathematics (stærðfræði))
Markmiðið er að kynnast betur, eiga skemmtilega stund saman, efla gagnrýna hugsun og lausnamiðaða nálgun.
Tímasetning er þriðjudagurinn 18. nóvember frá kl. 17 - 19
Þátttakendafjöldi er takmarkaður og hér gildir sem fyrr fyrstir koma fyrstir fá.
Ekkert þátttökugjald er á þetta námskeið.







