Breytum krónum í gull

Heiða Viðarsdóttir • 11. nóvember 2025

Góðgerðardagur Grundaskóla 14. nóvember

Undanfarna daga og vikur hafa nemendur og starfsfólk Grundaskóla verið að undirbúa árlegan Malavímarkað sem fram fer í íþróttahúsinu Jaðarsbökkum, föstudaginn 14. nóvember og hefst klukkan 10:00 og lýkur klukkan 11:30.


Til sölu er fjölbreytilegur varningur sem búinn er til af nemendum Grundaskóla en allur ágóði rennur til styrktar skólastarfi í Malaví, einu af fátækustu ríkjum heims.


Auk þessa er hægt að kaupa léttar veitingar og njóta tónlistaratriði frá nemendum.


Malavísöfnunin hófst fyrir rúmum tíu árum þegar nemendur skólans ákváðu að leggja niður þá hefð að gefa hver öðrum jólagjafir en setja í stað þess ákveðna upphæð í söfnun þar sem markmiðið var að láta gott af sér leiða og gefa þeim sem þurfa meira á því að halda.


Í gegnum árin hafa safnast heilmiklar fjárhæðir eða rúmar tíu milljónir sem Rauði krossinn á Íslandi hefur haft milligöngu með að koma í réttar hendur.


Við í Grundaskóla erum afar stolt af þessu verkefni og hvetjum sem flesta til að mæta í íþróttahúsið Jaðarsbökkum til að eiga notalega stund og styrkja gott málefni í leiðinni.


Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. nóvember 2025
Dagana 11. - 13. nóvember
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. nóvember 2025
Frístundanámskeið - KNES tæknismiðja
Eftir Heiða Viðarsdóttir 7. nóvember 2025
Laugardaginn 8. nóvember er BARÁTTUDAGUR gegn einelti
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 7. nóvember 2025
Stærðfræðin getur verið mörgum frekar flókin og ein af áskorunum kennarans er að leita lausna til að allir nemendur fái að njóta sín. Ein aðferð sem hópur í 7. bekk ákvað að láta reyna á kallast hugsandi skólastofa (Thinking Classroom). Aðferðin gengur út á að nemendur vinna saman í þriggja manna hópum að ákveðnum verkefnum. Hver hópur hefur aðeins eina tússtöflu og einn tússpenna. Þannig þurfa nemendur að vinna saman, útskýra hugsun sína og hjálpast að við að leysa dæmin. Markmiðið er að gera stærðfræðina virka, lifandi og samvinnumiðaða. Þannig læra nemendur að hugsa, ræða og útskýra í stað þess að fylgja hefðbundnum leiðbeiningum. Einn skrifar í einu, hinir tveir hugsa og leiðbeina og svo skiptast nemendur á hlutverkum. Þannig myndast samræða og dýpri skilningur. Eins og stundum vill verða að þá er ekki til nóg af tússtöflum í skólanum en það þarf ekki að vera vandamál. Við getum notað gluggana. Á meðan skammdegið er stutt þá er dimmt úti og bjart inni og gluggarnir tilvaldir í verkið.  Nemendum finnst þessi aðferð skemmtileg og minnir frekar á leik heldur en „alvöru stærðfræði“. Samt unnu nemendur fjölda dæmi í deilingu og margföldun, ræddu lausna og komu með hugmyndir.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 7. nóvember 2025
Frístundanámskeið - Heimilisfræði
Eftir Heiða Viðarsdóttir 5. nóvember 2025
Grundaskóli fær glæsilegt kennsluhúsnæði
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 31. október 2025
Mikil gleði á Hrekkjavöku í Grundaskóla.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 30. október 2025
Lestarkeppni sem lýkur 11. nóvember
Eftir Heiða Viðarsdóttir 30. október 2025
GAMAN Í SNJÓNUM
Eftir Heiða Viðarsdóttir 29. október 2025
Skorið í rófur í tilefni Hrekkjavöku
Show More