Líf í Grundaskóla skógræktinni
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 19. september 2025

Á miðvikudaginn fóru nemendur í 7. bekk ásamt kennurum í Grundaskóla skógræktina að gróðursetja Birkitré. Þau skiptu niður verkum og hluti af hópnum reittu frá gras og tóku af dauðar greinar þar sem þurfti, aðrir stungu niður og gróðursettu ný tré. En nemendur eru búnir að fá fræðslu um sjálfbærni og hvernig á að hugsa um auðlindir okkar og náttúru.
Við fengum plöntur úr Yrkjusjóði, Skógræktarfélag Íslands.
Þetta verkefni er gert í framhaldi af náttúrufræðikennslu með Ingibjörgu Stefánsdóttur náttúrufræðikennara.
Hér koma nokkrar myndir af vinnunni þeirra:

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk















