Leiklistarstarf í blóma – nýr söngleikur í uppbyggingu
Heiða Viðarsdóttir • 18. september 2025

Nýr söngleikur í Grundaskóla

Líkt og síðustu ár leggur Grundaskóli áherslu á blómlegt leiklistarstarf í öllum árgöngum. Nú eru t.a.m. æfingar hafnar fyrir uppsetningu á nýjum söngleik sem er hluti af lokaverkefni 10. bekkinga við skólann.
Heill árgangur ásamt kennurum og fylgdarliði endurskipuleggur nú allt tímaplan og skiptir sér á ólíka verkþætti tengt þessari leiksýningu. Að mörgu þarf að huga s.s. að æfa leik, söng og dansatriði, útbúa leikskrá, hanna svið, vinna fjárhagsáætlun, afla styrkja o.m.fl. Nemendur, kennarar, foreldrar og skólasamfélag leggur nú í spennandi vegferð í anda starfhátta Opna skólans.
Söngleikurinn Smellur er á leið á svið í Grundaskóla í nóvember 2025

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
27. október 2025
Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel. Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu. Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla







