Leiklistarstarf í blóma – nýr söngleikur í uppbyggingu
Heiða Viðarsdóttir • 18. september 2025

Nýr söngleikur í Grundaskóla

Líkt og síðustu ár leggur Grundaskóli áherslu á blómlegt leiklistarstarf í öllum árgöngum. Nú eru t.a.m. æfingar hafnar fyrir uppsetningu á nýjum söngleik sem er hluti af lokaverkefni 10. bekkinga við skólann.
Heill árgangur ásamt kennurum og fylgdarliði endurskipuleggur nú allt tímaplan og skiptir sér á ólíka verkþætti tengt þessari leiksýningu. Að mörgu þarf að huga s.s. að æfa leik, söng og dansatriði, útbúa leikskrá, hanna svið, vinna fjárhagsáætlun, afla styrkja o.m.fl. Nemendur, kennarar, foreldrar og skólasamfélag leggur nú í spennandi vegferð í anda starfhátta Opna skólans.
Söngleikurinn Smellur er á leið á svið í Grundaskóla í nóvember 2025

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk






