Hugsandi stærðfræðistofa í 7. bekk

Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 7. nóvember 2025

Stærðfræðin getur verið mörgum frekar flókin og ein af áskorunum kennarans er að leita lausna til að allir nemendur fái að njóta sín. Ein aðferð sem hópur í 7. bekk ákvað að láta reyna á kallast hugsandi skólastofa (Thinking Classroom). Aðferðin gengur út á að nemendur vinna saman í þriggja manna hópum að ákveðnum verkefnum. Hver hópur hefur aðeins eina tússtöflu og einn tússpenna. Þannig þurfa nemendur að vinna saman, útskýra hugsun sína og hjálpast að við að leysa dæmin.


Markmiðið er að gera stærðfræðina virka, lifandi og samvinnumiðaða. Þannig læra nemendur að hugsa, ræða og útskýra í stað þess að fylgja hefðbundnum leiðbeiningum. Einn skrifar í einu, hinir tveir hugsa og leiðbeina og svo skiptast nemendur á hlutverkum. Þannig myndast samræða og dýpri skilningur.


Eins og stundum vill verða að þá er ekki til nóg af tússtöflum í skólanum en það þarf ekki að vera vandamál. Við getum notað gluggana. Á meðan skammdegið er stutt þá er dimmt úti og bjart inni og gluggarnir tilvaldir í verkið.



Nemendum finnst þessi aðferð skemmtileg og minnir frekar á leik heldur en „alvöru stærðfræði“. Samt unnu nemendur fjölda dæmi í deilingu og margföldun, ræddu lausna og komu með hugmyndir.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Starfsfólk Grundaskóla óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 6. Janúar. Jólakveðja Starfsfólk Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig.  Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 18. desember 2025
Rauður dagur í Grundaskóla, samsöngur og jólamatur.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 18. desember 2025
Lögreglan heimsótti 5. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 17. desember 2025
Unnið með gler í smiðjunni
Eftir Heiða Viðarsdóttir 15. desember 2025
Orkuveita Reykjavíkur bauð 6. bekk í heimsókn
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 15. desember 2025
Litlu jólin í Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Aðalval, fyrir 8.-9.bekk Það er á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fram að sumarfríi.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. desember 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Örnámskeið, fyrir 8.-10.bekk Það er á fimmtudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum fyrir þessar þrjár lotur sem eru fyrir sumarfríi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 8. desember 2025
Frá Slysavarnadeildinni Líf á Akranesi
Show More