Opni skólinn - Frístundanámskeið fyrir börn og foreldra

Frístundanámskeið - Heimilisfræði
EKKI láta þetta FRAMHJÁ ÞÉR FARA!!!
Grundaskóli stendur fyrir sk. frístundanámskeiðum tengt hugmyndum um Opna skólann. Hér er um námskeið sem eru stundum ætluð nemendum en á öðrum tímum nemendum og foreldrum saman.
Nú stendur yfir skráning á námskeið tengt heimilisfræði. Námskeiðið er ætlað foreldrum og nemendum en hér verður í boði að baka eða útbúa eitthvað góðgæti fyrir jólin.
Laugardaginn 15. nóv. frá 9:30-12:00 er námskeið þar sem þátttakendur baka saman konfektsmákökur og brúna lagtertu. Við ætlum að kynnast og eiga notalega stund og keyra upp jólastemninguna.
Fyrstir koma fyrstir fá… Þátttakendafjöldi er takmarkaður á hvert námskeið og þátttökugjald fyrir fjölskyldupar er 2000 kr. sem gengur upp í efniskostnað.
Póstur hefur verið sendur til foreldra með link til að skrá sig.








