10.bekkur fær heimsókn

Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 29. ágúst 2025

Nemendur 10. bekkjar fengu heimsókn í vikunni þegar rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson kom og flutti fyrir þau fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur náði vel til krakkanna sem hlustuðu af athygli allann tímann.


Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um þau mikilvægu skilaboð að við uppskerum eins og við sáum. Hann ræddi við nemendur um fjölmörg mikilvæg málefni sem snerta ungt fólk, þar á meðal samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og þá töfra sem felast í því að setja sér markmið.


Sérstaka áherslu lagði Þorgrímur á leiðir til að rækta hæfileika sína og takast á við kvíða, sem margir unglingar glíma við. Hann deildi dýrmætum ráðum um hvernig hver og einn getur orðið betri manneskja og náð lengra í lífinu með réttri hugarfarsbreytingu


Hver og einn taki ábyrgð á eigin hamingju og velgengni, enginn fái allt upp í hendurnar.

 

Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hún hafi haft jákvæð áhrif á nemendur.

Eftir Heiða Viðarsdóttir 22. október 2025
1. bekkur í laufblaðaleiðangri
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla
Eftir Heiða Viðarsdóttir 17. október 2025
Við í öðrum bekk erum komin á fullt í vetrarstarfið.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 14. október 2025
Frá náttúru til matar.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 13. október 2025
Eftir Heiða Viðarsdóttir 13. október 2025
Líf og fjör í íþróttum
Eftir Heiða Viðarsdóttir 13. október 2025
Mikið um að vera hjá krökkunum í 10. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. október 2025
Skemmtileg bók um hinn 12. ára gamla Grímkel
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. október 2025
Verkfærakista búin til í smiðju
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. október 2025
Veglegur styrkur frá Oddfellow stúkunni Ásgerði á Akranesi
Show More