Kynningar á námskeiðum
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 29. ágúst 2025

Nemendur í 8. -10. bekk fengu kynningu á námskeiðum sem boðið verður upp á í vali þessa önnina.
Nemendur fengu tækifæri til að ræða við kennara um námskeiðin og var gaman að fylgjast með áhuga þeirra.
Það eru mörg spennandi námskeið í boði en þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla