Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 9. apríl 2025

Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Sem hluti af náttúrufræðiverkefni í 8. bekk útbjuggu nemendur vatnssíu. Í það þurftu þau 2L flösku ásamt bómul, grysju og teyju til að búa til síu á stútinn.
Ofan í flöskuna fengu þau svo grófa möl, fína möl, fínan sand og spýtukurl til að setja í flöskuna sem notað er til að hreinsa vatnið.
Nemendur unnu tvö og tvö saman til að útbúa síuna sína með mismunandi upplýsingum. Þau drógu land í heiminum, sumir voru með góðar upplýsingar en aðrir þurftu að finna út úr því hvað virkar best. Vatnið kom misvel út.
Nemendur áttu svo að gera kynningu á landinu sínu og hvernig gekk að leysa verkefnið. Leiðbeiningarnar voru mismunandi eftir því hvaða land þau voru með. Sumir máttu nota tölvur en aðrir einungis blýant.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.