Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 9. apríl 2025
 

Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Sem hluti af náttúrufræðiverkefni í 8. bekk útbjuggu nemendur vatnssíu. Í það þurftu þau 2L flösku ásamt bómul, grysju og teyju til að búa til síu á stútinn.
Ofan í flöskuna fengu þau svo grófa möl, fína möl, fínan sand og spýtukurl til að setja í flöskuna sem notað er til að hreinsa vatnið.
Nemendur unnu tvö og tvö saman til að útbúa síuna sína með mismunandi upplýsingum. Þau drógu land í heiminum, sumir voru með góðar upplýsingar en aðrir þurftu að finna út úr því hvað virkar best. Vatnið kom misvel út.
Nemendur áttu svo að gera kynningu á landinu sínu og hvernig gekk að leysa verkefnið. Leiðbeiningarnar voru mismunandi eftir því hvaða land þau voru með. Sumir máttu nota tölvur en aðrir einungis blýant.

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 















