Upplestrarkeppni grunnskólanna

Heiða Viðarsdóttir • 28. mars 2025

Daði Rafn og Sigrún Inga sigurvegarar Upplestrarkeppni grunnskólanna

Miðvikudaginn 26. mars fór fram lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Þar var boðið upp á upplestur tólf nemenda úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.


Boðið var upp á ávarp og tónlist milli atriða. Valdís Marselía Þórðardóttir flutti ávarp, boðið var uppá tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum og Zeina Carla Al-Jeber, nemandi úr 7. bekk Grundaskóla, las upp ljóð á arabísku.


Dagur íslenskarar tungu, 16. nóvember, markaði upphafið að upplestrarkeppninni líkt og fyrri ár. Þá hófst ferlið formlega og allir nemendur 7. bekkjar tóku til við æfingar á upplestri texta í bundnu og óbundnu máli. Í byrjun mars voru haldnar undankeppnir í grunnskólunum og sex bestu lesararnir úr hvorum skóla valdir til að lesa á lokahátíðinni.

Þriggja manna dómnefnd fékk síðan það krefjandi verkefni á úrslitakvöldinu að velja besta lesarann úr hvorum skóla fyrir sig. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni þau Hallbera Jóhannesdóttir, Jakob Þór Einarsson og Þóra Grímsdóttir.


Allir þátttakendur stóðu sig með stakri prýði og eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Niðurstaðan varð þó sú að Sigrún Inga Sigþórsdóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Daði Rafn Reynisson upplesari Grundaskóla.

Á lokakvöldinu voru einnig afhentar viðurkenningar fyrir teikningar á boðskort sem var sent á gesti hátíðarinnar. Það voru þau Helga Lind Viðarsdóttir og Rúnar Berg Vattar Hjartarson sem fengu þær viðurkenningar.


Við óskum nemendum til hamingju með góðan árangur.


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 28. apríl 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Akraness. https://www.akranes.is/thjonusta/menntun/vinnuskoli
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Á miðvikudaginn 23. apríl fóru duglegu krakkarnir í 1. bekk út að tína rusl umhverfis skólann sinn.  Bestu kveðjur, teymið í 1. bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Fyrsti skóladgur í nýbyggingunni var miðvikudaginn 23.apríl.  Hérna koma nokkrar myndir frá þeim degi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 22. apríl 2025
Nýbygging tekin í notkun eftir páskafrí
Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. apríl 2025
Þrír fulltrúar Grundaskóla í lokaúrslit
Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. apríl 2025
Gleðilega páska
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. apríl 2025
# Ég lofa
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
ÉG LOFA
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Show More