Upplestrarkeppni grunnskólanna

Heiða Viðarsdóttir • 28. mars 2025

Daði Rafn og Sigrún Inga sigurvegarar Upplestrarkeppni grunnskólanna

Miðvikudaginn 26. mars fór fram lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Þar var boðið upp á upplestur tólf nemenda úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.


Boðið var upp á ávarp og tónlist milli atriða. Valdís Marselía Þórðardóttir flutti ávarp, boðið var uppá tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum og Zeina Carla Al-Jeber, nemandi úr 7. bekk Grundaskóla, las upp ljóð á arabísku.


Dagur íslenskarar tungu, 16. nóvember, markaði upphafið að upplestrarkeppninni líkt og fyrri ár. Þá hófst ferlið formlega og allir nemendur 7. bekkjar tóku til við æfingar á upplestri texta í bundnu og óbundnu máli. Í byrjun mars voru haldnar undankeppnir í grunnskólunum og sex bestu lesararnir úr hvorum skóla valdir til að lesa á lokahátíðinni.

Þriggja manna dómnefnd fékk síðan það krefjandi verkefni á úrslitakvöldinu að velja besta lesarann úr hvorum skóla fyrir sig. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni þau Hallbera Jóhannesdóttir, Jakob Þór Einarsson og Þóra Grímsdóttir.


Allir þátttakendur stóðu sig með stakri prýði og eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Niðurstaðan varð þó sú að Sigrún Inga Sigþórsdóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Daði Rafn Reynisson upplesari Grundaskóla.

Á lokakvöldinu voru einnig afhentar viðurkenningar fyrir teikningar á boðskort sem var sent á gesti hátíðarinnar. Það voru þau Helga Lind Viðarsdóttir og Rúnar Berg Vattar Hjartarson sem fengu þær viðurkenningar.


Við óskum nemendum til hamingju með góðan árangur.


Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. september 2025
Frisbígolf komið í Grundaskóla
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. september 2025
Símalausar frímínútur í unglingadeild
Eftir Heiða Viðarsdóttir 4. september 2025
Grundaskóla er skráður til leiks í Göngum í skólann
Eftir Heiða Viðarsdóttir 2. september 2025
Skólahlaupið fór fram í blíðviðri
Eftir Heiða Viðarsdóttir 2. september 2025
Útivistartími barna breytist 1. september
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. ágúst 2025
Nemendur 10. bekkjar fengu heimsókn í vikunni þegar rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson kom og flutti fyrir þau fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur náði vel til krakkanna sem hlustuðu af athygli allann tímann. Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um þau mikilvægu skilaboð að við uppskerum eins og við sáum. Hann ræddi við nemendur um fjölmörg mikilvæg málefni sem snerta ungt fólk, þar á meðal samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og þá töfra sem felast í því að setja sér markmið. Sérstaka áherslu lagði Þorgrímur á leiðir til að rækta hæfileika sína og takast á við kvíða, sem margir unglingar glíma við. Hann deildi dýrmætum ráðum um hvernig hver og einn getur orðið betri manneskja og náð lengra í lífinu með réttri hugarfarsbreytingu Hver og einn taki ábyrgð á eigin hamingju og velgengni, enginn fái allt upp í hendurnar. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hún hafi haft jákvæð áhrif á nemendur.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. ágúst 2025
Nemendur í 8. -10. bekk fengu kynningu á námskeiðum sem boðið verður upp á í vali þessa önnina. Nemendur fengu tækifæri til að ræða við kennara um námskeiðin og var gaman að fylgjast með áhuga þeirra.  Það eru mörg spennandi námskeið í boði en þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. ágúst 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Örnámskeið, fyrir 8.-10.bekk Það er á fimmtudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum þetta haustið fyrir þessar tvær lotur sem eru fyrir jól.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. ágúst 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Aðalval, fyrir 8.-9.bekk Það er á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum þetta haustið fyrir þessar tvær lotur sem eru fyrir jól.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. ágúst 2025
Skólasetning Grundaskóla fór fram á sal skólans. Þar sem nemendur hitta sýna umsjónarkennara og samnemendur eftir gott sumarfrí.
Show More