Upplestrarkeppni grunnskólanna

Heiða Viðarsdóttir • 28. mars 2025

Daði Rafn og Sigrún Inga sigurvegarar Upplestrarkeppni grunnskólanna

Miðvikudaginn 26. mars fór fram lokahátíð Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi. Þar var boðið upp á upplestur tólf nemenda úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.


Boðið var upp á ávarp og tónlist milli atriða. Valdís Marselía Þórðardóttir flutti ávarp, boðið var uppá tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum og Zeina Carla Al-Jeber, nemandi úr 7. bekk Grundaskóla, las upp ljóð á arabísku.


Dagur íslenskarar tungu, 16. nóvember, markaði upphafið að upplestrarkeppninni líkt og fyrri ár. Þá hófst ferlið formlega og allir nemendur 7. bekkjar tóku til við æfingar á upplestri texta í bundnu og óbundnu máli. Í byrjun mars voru haldnar undankeppnir í grunnskólunum og sex bestu lesararnir úr hvorum skóla valdir til að lesa á lokahátíðinni.

Þriggja manna dómnefnd fékk síðan það krefjandi verkefni á úrslitakvöldinu að velja besta lesarann úr hvorum skóla fyrir sig. Dómnefndina skipuðu að þessu sinni þau Hallbera Jóhannesdóttir, Jakob Þór Einarsson og Þóra Grímsdóttir.


Allir þátttakendur stóðu sig með stakri prýði og eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Niðurstaðan varð þó sú að Sigrún Inga Sigþórsdóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Daði Rafn Reynisson upplesari Grundaskóla.

Á lokakvöldinu voru einnig afhentar viðurkenningar fyrir teikningar á boðskort sem var sent á gesti hátíðarinnar. Það voru þau Helga Lind Viðarsdóttir og Rúnar Berg Vattar Hjartarson sem fengu þær viðurkenningar.


Við óskum nemendum til hamingju með góðan árangur.


Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 31. október 2025
Mikil gleði á Hrekkjavöku í Grundaskóla.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 30. október 2025
Lestarkeppni sem lýkur 11. nóvember
Eftir Heiða Viðarsdóttir 30. október 2025
GAMAN Í SNJÓNUM
Eftir Heiða Viðarsdóttir 29. október 2025
Skorið í rófur í tilefni Hrekkjavöku
Eftir Heiða Viðarsdóttir 28. október 2025
Akraneskaupstaður hvetur forsjáraðila til að fylgja börnum í eða úr skóla eða frístundastarfi.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. október 2025
Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel. Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu. Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 27. október 2025
Þemaverkefni um mannréttindi
Eftir Heiða Viðarsdóttir 23. október 2025
Skóli fellur niður föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls
Eftir Heiða Viðarsdóttir 22. október 2025
1. bekkur í laufblaðaleiðangri
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla
Show More