Heimilisfræði í 2.bekk.
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 28. mars 2025

Nemendur í 2. bekk fengu nýja reynslu þegar þeir unnu í fyrsta skiptið í nýju eldhúsi heimilisfræðinnar.
Börnin höfðu mikla ánægju af því að vera í björtu og vel útbúnu eldhúsi og sagði eitt þeirra að það væri sérstaklega gaman að hafa sitt eigið eldhús.
Í þessu verkefni æfðu þau skynfærin sín og bökuðu kryddbrauð.
Í því ferli æfðu þau einnig að nota lýsingarorð til að lýsa lyktinni af kryddunum, sem gerði reynsluna enn skemmtilegri.
Börnin lýstu lyktinni á fjölbreyttan hátt, allt frá því að vera "sterk" til "fínu" og "heita." Það var greinilegt að þau voru bæði upptekin og spennt yfir því að nýta hæfileika sína í eldhúsinu!

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.