Skólasetning 2025

Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 25. ágúst 2025

Skólasetning Grundaskóla fór fram á sal skólans.


Þar sem nemendur hitta sýna umsjónarkennara og samnemendur eftir gott sumarfrí.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. ágúst 2025
Nemendur 10. bekkjar fengu heimsókn í vikunni þegar rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson kom og flutti fyrir þau fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur náði vel til krakkanna sem hlustuðu af athygli allann tímann. Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um þau mikilvægu skilaboð að við uppskerum eins og við sáum. Hann ræddi við nemendur um fjölmörg mikilvæg málefni sem snerta ungt fólk, þar á meðal samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og þá töfra sem felast í því að setja sér markmið. Sérstaka áherslu lagði Þorgrímur á leiðir til að rækta hæfileika sína og takast á við kvíða, sem margir unglingar glíma við. Hann deildi dýrmætum ráðum um hvernig hver og einn getur orðið betri manneskja og náð lengra í lífinu með réttri hugarfarsbreytingu Hver og einn taki ábyrgð á eigin hamingju og velgengni, enginn fái allt upp í hendurnar. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hún hafi haft jákvæð áhrif á nemendur.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. ágúst 2025
Nemendur í 8. -10. bekk fengu kynningu á námskeiðum sem boðið verður upp á í vali þessa önnina. Nemendur fengu tækifæri til að ræða við kennara um námskeiðin og var gaman að fylgjast með áhuga þeirra.  Það eru mörg spennandi námskeið í boði en þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. ágúst 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Örnámskeið, fyrir 8.-10.bekk Það er á fimmtudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum þetta haustið fyrir þessar tvær lotur sem eru fyrir jól.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 27. ágúst 2025
Í unglingadeild Grundaskóla er námskeiðabraut - Aðalval, fyrir 8.-9.bekk Það er á miðvikudögum og föstudögum. Nemendur fá kynningar og tækifæri til að velja sér af eftirfarandi auglýsingum þetta haustið fyrir þessar tvær lotur sem eru fyrir jól.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 13. ágúst 2025
Skólasetning Grundaskóla 25.ágúst
Eftir Heiða Viðarsdóttir 4. ágúst 2025
SKRIFSTOFA GRUNDASKÓLA OPNAR AFTUR EFTIR SUMARFRÍ MIÐVIKUDAGINN 6. ÁGÚST KL. 08:00
Eftir Snorri Kristleifsson 18. júní 2025
Nú má nálgast upptöku af söngleiknum Vítahring á YouTube rás skólans
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. júní 2025
Það voru margir glaðir nemendur sem héldu út í sumarið
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. júní 2025
Starfsmenn kveðja Grundaskóla, Barbara og Petrún kveðja okkur eftir margra ára starf í Grundaskóla. Einnig voru kvaddir starfsmenn sem eru á leið í fæðingarorlof og önnur störf. Viljum þakka þeim fyrir samstarfið.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 10. júní 2025
Útskrift árgangs 2009 var fimmtudaginn 5.júní, falleg stund með frábærum krökkum.
Show More