Pangea Stærðfræðikeppnin

Heiða Viðarsdóttir • 11. apríl 2025

Þrír fulltrúar Grundaskóla í lokaúrslit

Fulltrúar 8. bekkjar í loka úrslitum Pangea Stærðfræðikeppnar


Eftir áramót hafa krakkarnir í 8. bekk verið að taka þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Keppnin fer þannig fram að allir krakkarnir taka þátt í fyrstu umferð og eftir það er um það bil helmingur krakkanna sem komast áfram í aðra umferð. Þessi hluti keppninar fer fram hjá okkur í skólanum.


Allir sem tóku þátt stóðu sig mjög vel og gerðu sitt besta til að að komast áfram í báðum umferðum.


Eftir aðra umferð komast einungis 50 krakkar áfram á öllu landinu í lokakeppnina sem haldin verður í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 17. maí.


Grundaskóli á þrjá fulltrúa í lokaúrslitum í 8. bekk og það eru þeir Daníel Rafnar Þórólfsson, Einar Orri Brandsson og Viktor Hugi Sigurgeirsson.



Við kennarar í árganginum viljum þakka öllum krökkunum fyrir þátttökuna og óskum þeim sem komust í úrslit, til hamingju.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 28. apríl 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Akraness. https://www.akranes.is/thjonusta/menntun/vinnuskoli
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Á miðvikudaginn 23. apríl fóru duglegu krakkarnir í 1. bekk út að tína rusl umhverfis skólann sinn.  Bestu kveðjur, teymið í 1. bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Fyrsti skóladgur í nýbyggingunni var miðvikudaginn 23.apríl.  Hérna koma nokkrar myndir frá þeim degi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 22. apríl 2025
Nýbygging tekin í notkun eftir páskafrí
Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. apríl 2025
Gleðilega páska
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. apríl 2025
# Ég lofa
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
ÉG LOFA
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 7. apríl 2025
Opið hús í FVA mánudaginn 7. apríl kl. 16:30 til 18:00
Show More