Nýbygging tekin í notkun
Heiða Viðarsdóttir • 22. apríl 2025

Nýbygging tekin í notkun eftir páskafrí

Það eru sannkölluð tímamót hjá okkur í Grundaskóla því á morgun, þriðjudaginn 23. apríl, ætlum við að taka á móti nemendum í 1.-3.bekk í ,,nýbyggingunni".
Við erum full tilhlökkunar að hefja kennslu þar og hlökkum til að taka á móti börnunum ykkar.
Á meðfylgjandi myndum sjáið þið anddyrin sem börnin eiga að koma inn um.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.