Kvikmyndahátið
Heiða Viðarsdóttir • 5. júní 2025
 
Kvikmyndahátíð Grundaskóla
Kvikmyndahátíð Grundaskóla var haldin hátíðleg 3.júní.
Hér eru myndir frá herlegheitunum en framkomu einnig 3 hljómsveitir úr röðum skólans.
Verðlaunamyndirnar í fyrra voru endursýndar og tvær nýjar myndir sem gerðar voru á þessu skólaári: Dularkerfið og Númer dauðans. Myndirnar verða senn aðgengilegar á youtube síðu skólans.
Hátíðin í ár var skipulögð af nemendum í unglingadeild í aðavali er ber heitið Viðburðarstjórnun. Þeir fengu síðan í lok hátíðarinnar heimsókn frá syni Ernu Bjarkar, Rúnari Inga sem er atvinnumaður í kvikmyndagerð sem veitti þeim innblástur í starf innan kvikmyndageirans.

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 







