Hópefli hjá stjórn nemendaráðs
Heiða Viðarsdóttir • 26. mars 2025
 

Nemendaráð Grundaskóla
Við í Grundaskóla erum svo heppin að eiga úrvals nemendaráð (NFG) sem heldur úti öflugu félagsstarfi í skólanum sem og að halda utan um ýmis hagsmunamál nemenda. Stjórn NFG er skipuð fulltrúum úr öllum bekkjum úr 8. - 10. bekk.
Í vikunni fór hópurinn í náms- og hópeflisferð til höfuðborgarinnar og skemmti sér konunglega saman. Framundan eru margir stórviðburðir s.s. árshátíð, lokaball o.fl. og því mikilvægt að fagna öflugu starfi en leggja einnig línur fyrir komandi verkefni.
Hér má sjá myndir af OKKAR fólki í stjórn NFG í þessari fjörugu en velheppnuð ferð.



 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 







