Fiskar í 7. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 25. mars 2025
 

Í haust byrjuðum við í 7. bekk að læra um fiska og aðrar sjávarlífverur

Í verkefnavinnunni var lögð rík áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og leitarvinnu þar sem krakkarnir þurftu meðal annars að leita sér upplýsinga um fiska með skrýtna lögun, bera saman tvo fiska frá ólíkum búsvæðum og segja frá sínum uppáhalds fiski.
Eitt af verkefnunum var að hanna sinn eigin fantasíufisk og búa hann síðan til úr leir. Við enduðum á því að fá fiska til þess að kryfja. Við skoðuðum innyflin og rannsökuðum líffæri fiska, bæði í víðsjá og smásjá.
Í lok dags voru fiskarnir flakaðir. Daginn eftir var hann eldaður og bragðaðist hann ljómandi vel.









 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 







