Fræðsluerindi fyrir foreldra barna í 8. - 10. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 16. maí 2025

Fræðsluerindi fyrir foreldra um snjallsímanotkun
Næstkomandi þriðjudag, þann 20.maí kl. 18 verður fræðsluerindi um snjallsímanotkun/samfélagsmiðla og tölvur fyrir foreldra barna í 8.- 10. bekk.
Framundan er sumarfrí og þá er gott að vera á verði gangvart því sem er í gangi í tækjum barnanna okkar. Þannig tökum við ábyrgð og erum í leiðinni upplýstari um það sem er í gangi.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. desember 2025
Það er alltaf nóg um að vera hjá okkur í skógræktinni í útináminu. Í þessari ferð vorum við að vinna með tugina í stærðfræðinni. Bjuggum til píluspjald og reyndum að fá sem flest stig. Einning vorum við að leika okkur með garn og trjágreinar. Börnin njóta sín vel í þessari náttúruparadís sem skógræktin okkar er. Í nóvember var markaðurinn "Breytum krónum í gull" Föstudaginn 12.desember lögðum við af stað í óvissuferð með kakó, smákökur eða sparinesti. í myrkrinu. Nemendur voru vel útbúnir með höfuðljós og vasaljós. Áningastaður okkar var fyrir utan Stúkuhúsið við Byggðasafnið. Þar settumst við niður og fengum okkur sparinesti og hlustuðum á jólasögu og áttum notalega stund í köldu vetrarveðri. Við óskum ykkar gleðilegra jóla og njótið samverunnar um hátíðarnar. Jólakveðja frá 2.bekk






