Fréttir af 10. bekk # Ég lofa
Heiða Viðarsdóttir • 10. apríl 2025

# Ég lofa
Það voru fjórir nemendur úr 10. bekk sem tóku þátt í umræðum ásamt jafnöldrum sínum í tengslum við herferðina #Ég lofa, þar sem vakin er athygli á kynferðisafbrotum gegn börnum.
Umræðurnar fóru fram á netinu þar sem 5-7 ungmenni spjölluðu saman en það er mikilvægt að rödd unga fólksins heyrist. Nemendur ræddu m.a. um forvarnir, viðbrögð og stuðning.
Nemendurnir sem tóku þátt voru: Ari Úlrik Hannibalsson, Enok Logi Ásgeirsson, Margrét Magnúsdóttir og Tinna Björg Jónsdóttir.
Við erum stolt af nemendum okkar.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.