Árshátíðarpepp
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 27. mars 2025

Í gær var unglingadeildin með árshátíðar PEPP ásamt Brekkubæjar- og Heiðarskóla.
Öllum krökkunum var blandað saman og skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn var í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hinn hópurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum.
Krökkunum var skipt í lið eftir litum og kepptu í ýmsum skemmtilegum leikjum og fengu stig fyrir.
Tilkynnt verður um vinningsliðið á árshátíðinni sem er á morgun.
Þessi dagur gekk mjög vel og við getum verið mjög stolt af unglingunum okkar

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.