Tilraun hjá 9. bekk

Heiða Viðarsdóttir • 6. mars 2025

Tilraun um bakteríur hjá 9. bekk

Við í 9. bekk gerðum tilraun um bakteríur.


Tilraunin gekk út á það að sjá hversu miklar bakteríur við vorum með. Við fengum agarskál með blóðagra frá Landspítalanum sem við notuðum í tilraunina.


Við byrjuðum á því að skipta skálinni með blóðagrinum í fjóra hluta, í fyrsta hlutanum áttum við að pota fingrinum ofan í blóðagrið.


Í öðrum hluta áttum við að þrífa puttann og dýfa honum aftur ofan í blóðagrið.


Svo í þriðja hluta áttum við að strjúka lyklaborðið á tölvunni okkar með eyrnapinna og dreifa því á blóðagrið og svo að lokum þrifum við lyklaborðið og strukum það aftur með eyrnapinna og svo í blóðagrið.


Þegar þessu var lokið pökkuðum við öllum agarskálunum vel inn og settum í pappakassa og geymdum kassann svo í hitakompu hér í skólanum.



Eftir tvo daga fengum við svo skálarnar til baka og áttum að skoða niðurstöðurnar. Það var áhugavert að sjá hvað var búið að gerast í skálunum þessa tvo daga.

En hjá sumum voru mun fleiri bakteríur en hjá öðrum og hvernig bakteríurnar voru minni eftir að við þrifum og sprittuðum.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 28. apríl 2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Akraness. https://www.akranes.is/thjonusta/menntun/vinnuskoli
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Á miðvikudaginn 23. apríl fóru duglegu krakkarnir í 1. bekk út að tína rusl umhverfis skólann sinn.  Bestu kveðjur, teymið í 1. bekk
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 25. apríl 2025
Fyrsti skóladgur í nýbyggingunni var miðvikudaginn 23.apríl.  Hérna koma nokkrar myndir frá þeim degi.
Eftir Heiða Viðarsdóttir 22. apríl 2025
Nýbygging tekin í notkun eftir páskafrí
Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. apríl 2025
Þrír fulltrúar Grundaskóla í lokaúrslit
Eftir Heiða Viðarsdóttir 11. apríl 2025
Gleðilega páska
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. apríl 2025
# Ég lofa
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
ÉG LOFA
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. apríl 2025
Vatnssíu verkefni í 8. bekk
Show More