Stærðfræðikeppni grunnskóla
Heiða Viðarsdóttir • 20. febrúar 2025

Stærðfræðikeppni grunnskóla 2025
Föstudaginn 14. febrúar tóku 46 nemendur úr 8. -10. bekk þátt í stærðfræðikeppni FVA.
Þetta var í 25. skipti sem keppnin er haldin en markmið hennar er að auka áhuga nemenda á stærðfræði ásamt því að vera gott tækifæri til að takast á við litróf hennar.
Við erum stolt af þeim nemendum sem tóku þátt og þeir stóðu sig vel.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.