Snjallvagninn ( SMARTBUS)
Heiða Viðarsdóttir • 30. september 2025

Snjallvagninn er fyrir nemendur í 5. - 10. bekk um netöryggi
Í dag fengu nemendur í 5. – 10. bekk fræðslu um netöryggi og vellíðan á netinu með Lalla töframanni.
Þessi fræðsla er á vegum Snjallvagnsins (SMARTBUS) sem er verkefni unnið af Insight og Huawei í samstarfi við Heimili og Skóla og SAFT.
Verkefnið snýst um könnun og fræðslu og hefur það að markmiði að hvetja krakka til að hugsa betur um netöryggi, hegðun sína á samfélagsmiðlunum og á netinu yfirleitt.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
19. september 2025
Á miðvikudaginn fóru nemendur í 7. bekk ásamt kennurum í Grundaskóla skógræktina að gróðursetja Birkitré. Þau skiptu niður verkum og hluti af hópnum reittu frá gras og tóku af dauðar greinar þar sem þurfti, aðrir stungu niður og gróðursettu ný tré. En nemendur eru búnir að fá fræðslu um sjálfbærni og hvernig á að hugsa um auðlindir okkar og náttúru. Við fengum plöntur úr Yrkjusjóði, Skógræktarfélag Íslands. Þetta verkefni er gert í framhaldi af náttúrufræðikennslu með Ingibjörgu Stefánsdóttur náttúrufræðikennara. Hér koma nokkrar myndir af vinnunni þeirra:

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
16. september 2025
Það voru morgunhressir 9. bekkingar sem mættu galvaskir í gangbrautavörslu í morgun. Það er árgangur 2011 sem tekur nú við keflinu og sinnir þessu mikilvæga starfi í vetur. Skólinn er stoltur af nemendum sínum sem taka hlutverkið alvarlega og sýna að ungt fólk getur haft raunveruleg og jákvæð áhrif á samfélagið sitt – jafnvel áður en það hefur lokið grunnskóla. Við hlökkum til að fylgjast með þeim vaxa í hlutverkinu og vera fyrirmyndir fyrir yngri nemendur.