Sjóferð um sundin blá
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 6. maí 2025

Sjóferðin mikla um sundin blá er nú að baki og þetta var bæði virkilega skemmtileg og vel heppnuð ferð.
Börnin stóðu sig frábærlega og nutu sín vel, þrátt fyrir mjög blautt veður.
Sjóminjasafnið stóð einnig undir væntingum. Alltaf gaman að fara þangað að skoða. Að sjóferðinni og safninu loknu héldum við ferð okkar í Gufunes þar sem við enduðum daginn með pylsuveislu – í grenjandi rigningu!
Ferðin var ansi blaut, enda bæði rigning og sjór sem skvettist upp í bátinn. Margir urðu bæði kaldir og votir, en það var samt stutt í brosið. Við töluðum um mikilvægi þess að vera jákvæð og finna það góða í öllum aðstæðum – sem krakkarnir gerðu svo sannarlega.
Við tókum fullt af myndum og hvetjum ykkur til að renna yfir þær!
Bestu kveðjur,
6. bekkarteymið

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
27. október 2025
Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel. Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu. Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.


















