Nóg um að vera hjá 9. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 3. apríl 2025
 

Fréttir frá 9. bekk nóg um að vera
Við í 9. bekk höfum verið að taka þátt í ýmsum spennandi verkefnum undanfarnar vikur.
Eftir vetrarfrí hófum við aftur verkefnið Krakkar með krökkum og fékk 9. bekkur fræðslu frá Aldísi Rós áður en þau hófu að kenna 5. og 6. bekk. Þetta hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt ferli fyrir þau.
Við fengum einnig fræðslu frá Berglindi og Ástu hjá KVAN þar sem við fræddumst um leiðtogahæfni, samskipti og fleira sem tengist því að leiða hópa og vinna saman. Þær leiddu okkur líka í fjölbreytta og skemmtilega leiki sem styrktu hópinn okkar enn frekar.
Í byrjun mars fengum við fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur frá Ástráði, kynfræðslufélagi læknanema, sem vakti mikla umræðu og var vel tekið af nemendum.

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 27. október 2025 
 
 Skólakór Grundaskóla kom fram á Þjóðahátíð sem haldin var síðastliðinn sunnudag í íþróttahúsinu á Vesturgötu við mikinn fögnuð áheyrenda.                                                                        Stjórnandi er Lilja Margrét Riedel.                                                                        Margrét Iðunn Benediktsdóttir lék á fiðlu.                                                            Tónleikarnir verða endurteknir seinna á önninni svo fleiri fái að njóta.
 

 Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 
 • 
 17. október 2025 
 
 Kæru foreldrar/forráðamenn                                                                             Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi                                                              í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október.                                                                             Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra.                                                                             Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu.                                                                             Kær kveðja,                       Starfsfólk Grundaskóla
 















