Nóg um að vera hjá 9. bekk
Heiða Viðarsdóttir • 3. apríl 2025

Fréttir frá 9. bekk nóg um að vera
Við í 9. bekk höfum verið að taka þátt í ýmsum spennandi verkefnum undanfarnar vikur.
Eftir vetrarfrí hófum við aftur verkefnið Krakkar með krökkum og fékk 9. bekkur fræðslu frá Aldísi Rós áður en þau hófu að kenna 5. og 6. bekk. Þetta hefur verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt ferli fyrir þau.
Við fengum einnig fræðslu frá Berglindi og Ástu hjá KVAN þar sem við fræddumst um leiðtogahæfni, samskipti og fleira sem tengist því að leiða hópa og vinna saman. Þær leiddu okkur líka í fjölbreytta og skemmtilega leiki sem styrktu hópinn okkar enn frekar.
Í byrjun mars fengum við fræðandi og áhugaverðan fyrirlestur frá Ástráði, kynfræðslufélagi læknanema, sem vakti mikla umræðu og var vel tekið af nemendum.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.