Listaverk í stærðfræði
Heiða Viðarsdóttir • 26. febrúar 2025

Stærðfræði í 6. bekk
Við í 6. bekk höfum verið að vinna með form í rúmfræði í stærðfræði. Krakkarnir fengu þau frjálsu fyrirmæli að gera listaverk en einungis nota þrjú form; trapisu, samsíðung og tígul.
Fyrsta skref var að teikna listaverkið upp í reiknisbókina. Miklar pælingar fóru í listaverkin en margir hverjir ákváðu að gera ýmiskonar fígúrur.
Næsta skref var að klippa formin, sem notuð voru í listaverkin, út á karton og raða þeim síðan rétt upp. Þannig mynduðum við fjölbreytt og skemmtileg verk.
Myndir segja meira en orð...

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. apríl 2025
Síðastliðinn föstudag fengu allir nemendur 1. bekkjar hjólahjálm að gjöf frá Kiwanis klúbbi Akraness. Einnig fengu nemendur stutta fræðslu um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar verið er að hjóla og að það skiptir máli að hjálmurinn sé rétt stilltur. Þökkum þeim kærlega fyrir þessa mikilvægu gjöf.