Listaverk í stærðfræði
Heiða Viðarsdóttir • 26. febrúar 2025

Stærðfræði í 6. bekk
Við í 6. bekk höfum verið að vinna með form í rúmfræði í stærðfræði. Krakkarnir fengu þau frjálsu fyrirmæli að gera listaverk en einungis nota þrjú form; trapisu, samsíðung og tígul.
Fyrsta skref var að teikna listaverkið upp í reiknisbókina. Miklar pælingar fóru í listaverkin en margir hverjir ákváðu að gera ýmiskonar fígúrur.
Næsta skref var að klippa formin, sem notuð voru í listaverkin, út á karton og raða þeim síðan rétt upp. Þannig mynduðum við fjölbreytt og skemmtileg verk.
Myndir segja meira en orð...

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. ágúst 2025
Nemendur 10. bekkjar fengu heimsókn í vikunni þegar rithöfundurinn og fyrirlesarinn Þorgrímur Þráinsson kom og flutti fyrir þau fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu. Þorgrímur náði vel til krakkanna sem hlustuðu af athygli allann tímann. Í fyrirlestrinum fjallaði Þorgrímur um þau mikilvægu skilaboð að við uppskerum eins og við sáum. Hann ræddi við nemendur um fjölmörg mikilvæg málefni sem snerta ungt fólk, þar á meðal samskipti við vini og fjölskyldu, mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og þá töfra sem felast í því að setja sér markmið. Sérstaka áherslu lagði Þorgrímur á leiðir til að rækta hæfileika sína og takast á við kvíða, sem margir unglingar glíma við. Hann deildi dýrmætum ráðum um hvernig hver og einn getur orðið betri manneskja og náð lengra í lífinu með réttri hugarfarsbreytingu Hver og einn taki ábyrgð á eigin hamingju og velgengni, enginn fái allt upp í hendurnar. Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir heimsóknina og vonum að hún hafi haft jákvæð áhrif á nemendur.

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
29. ágúst 2025
Nemendur í 8. -10. bekk fengu kynningu á námskeiðum sem boðið verður upp á í vali þessa önnina. Nemendur fengu tækifæri til að ræða við kennara um námskeiðin og var gaman að fylgjast með áhuga þeirra. Það eru mörg spennandi námskeið í boði en þið getið kynnt ykkur framboðið hér á heimasíðunni.