Samvinna náttúrufræði og heimilisfræði
Katrín Ósk Sigurdórsdóttir • 14. október 2025

Frá náttúru til matar.
Nemendur tóku þátt í skemmtilegu og fræðandi þverfaglegu verkefni þar sem náttúrufræði og heimilisfræði sameinuðu krafta sína.
Í náttúrufræðitíma fóru nemendur út og tíndu ferskan rabarbara í nærumhverfinu. Í framhaldinu nýttu þau afraksturinn í heimilisfræðistofunni þar sem þau elduðu ljúffenga rabarbarasultu og bökuðu girnilega rúllutertu.
Markmið verkefnisins var að efla skilning nemenda á sjálfbærni og mikilvægi þess að nýta það sem náttúran býður upp á. Með því að fylgja ferlinu frá uppskeru til afurðar lærðu nemendur um uppruna matarins, næringargildi og verklag við matargerð.
Verkefnið var vel heppnað og vakti mikla ánægju meðal nemenda – og ekki skemmdi bragðið fyrir!

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
3. október 2025
9. og 10. bekkur fór á Starfamessu Vesturlands í FVA í dag. Um 40 fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynntu störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum. Markmiðið með messunni var að kynna fjölbreytt náms- og atvinnutækifæri á Vesturlandi og skapa beint samtal á milli nemenda og atvinnulífsins. Frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.