Fréttir frá 2. bekk

Við í öðrum bekk erum komin á fullt í vetrarstarfið.
Hjá okkur eru verkefni vertrarins mikið tengd Stóru bókinni-bókinni um okkur. Þá vinnum við fjölbreytt verkefni um okkur sjálf og límum þau í bókina. Bókin verður tilbúin í vor og þá munum við halda sýningu fyrir foreldra okkar.
Stöðvavinna er einnig stór þáttur í starfinu okkar bæði í íslensku og stærðfræði. Þá vinnum við ýmist í blönduðum hópum eða inni í bekk.
Við fengum Breka lögreglu til okkar í heimsókn með umferðafræðslu. Aðal áherslan var á öruggustu leiðina í skólann og notkun hjálma og endurskinsmerkja.
Útikennslan okkar er á sínum stað og förum við yfirleitt á útikennslusvæðið okkar við skógræktina. Við leggjum áherslu á samskipti, gleði, úthald og seiglu. Við vinnum oft verkefni sem tengjast því sem við erum að læra í skólanum og þar er fjölbreyttni og sköpun í fyrirrúmi. Nemendur læra að njóta að vera í náttúrulegu umhverfi í vinnu og frjálsum leik.

