Fréttir frá 2. bekk

Heiða Viðarsdóttir • 17. október 2025

Við í öðrum bekk erum komin á fullt í vetrarstarfið.

Hjá okkur eru verkefni vertrarins mikið tengd Stóru bókinni-bókinni um okkur. Þá vinnum við fjölbreytt verkefni um okkur sjálf og límum þau í bókina. Bókin verður tilbúin í vor og þá munum við halda sýningu fyrir foreldra okkar. 


Stöðvavinna er einnig stór þáttur í starfinu okkar bæði í íslensku og stærðfræði. Þá vinnum við ýmist í blönduðum hópum eða inni í bekk.


Við fengum Breka lögreglu til okkar í heimsókn með umferðafræðslu. Aðal áherslan var á öruggustu leiðina í skólann og notkun hjálma og endurskinsmerkja.


Útikennslan okkar er á sínum stað og förum við yfirleitt á útikennslusvæðið okkar við skógræktina. Við leggjum áherslu á samskipti, gleði, úthald og seiglu. Við vinnum oft verkefni sem tengjast því sem við erum að læra í skólanum og þar er fjölbreyttni og sköpun í fyrirrúmi. Nemendur læra að njóta að vera í náttúrulegu umhverfi í vinnu og frjálsum leik.  

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 14. október 2025
Frá náttúru til matar.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 13. október 2025
Eftir Heiða Viðarsdóttir 13. október 2025
Líf og fjör í íþróttum
Eftir Heiða Viðarsdóttir 13. október 2025
Mikið um að vera hjá krökkunum í 10. bekk
Eftir Heiða Viðarsdóttir 10. október 2025
Skemmtileg bók um hinn 12. ára gamla Grímkel
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. október 2025
Verkfærakista búin til í smiðju
Eftir Heiða Viðarsdóttir 9. október 2025
Veglegur styrkur frá Oddfellow stúkunni Ásgerði á Akranesi
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 8. október 2025
Á mánudag fengum við góða gesti ,,fyrrum starfsmenn Grundaskóla" í heimsókn á sjálfan afmælisdag skólans.  Gestirnir skoðuðu nýbygginguna og áttu notalega stund saman þar sem rifjaðar voru upp gamlar minningar úr Grundaskóla.
Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir 3. október 2025
9. og 10. bekkur fór á Starfamessu Vesturlands í FVA í dag. Um 40 fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynntu störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum. Markmiðið með messunni var að kynna fjölbreytt náms- og atvinnutækifæri á Vesturlandi og skapa beint samtal á milli nemenda og atvinnulífsins.  Frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.
Show More