Íþróttakennsla fyrstu vikurnar á skólaárinu
Heiða Viðarsdóttir • 13. október 2025

Líf og fjör í íþróttum
Fyrstu vikurnar í íþróttakennslunni hafa gengið vonum framar en við höfum verið í útikennslu og í Akraneshöll.
Þar höfum við farið í fjölmarga leiki og stöðvar. T.d. Sparkó, höfðingjaleik, frjálsar stöðvar, dans, fótbolta, handbolta, stangarbolta, blak, badminton, boðhlaup, skotboltaleiki ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.
Nýja íþróttahúsið fer alveg að verða klárt í notkun, nemendur og kennarar bíða spenntir eftir að komast inn í flotta íþróttahúsið okkar 😊

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
17. október 2025
Kæru foreldrar/forráðamenn Næstkomandi mánudag 20. og þriðjudag 21. október er vetrarleyfi í Grundaskóla og fellur kennsla niður þessa tvo daga. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 22. október. Samvera foreldra og barna er frábær forvörn og nú er einstakt tækifæri til að efla tengslin enn frekar. Það er alltaf hægt að njóta samverustunda með fjölskyldunni og hér má finna hugmyndir af margvíslegri afþreyingu sem börn og fjölskyldur geta notið saman heima við og utan dyra. Við óskum fjölskyldum alls hins besta í vetrarleyfinu. Kær kveðja, Starfsfólk Grundaskóla

Eftir Katrín Ósk Sigurdórsdóttir
•
3. október 2025
9. og 10. bekkur fór á Starfamessu Vesturlands í FVA í dag. Um 40 fyrirtæki, stofnanir og menntastofnanir kynntu störf, starfsgreinar og menntunartækifæri fyrir nemendum. Markmiðið með messunni var að kynna fjölbreytt náms- og atvinnutækifæri á Vesturlandi og skapa beint samtal á milli nemenda og atvinnulífsins. Frábært tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér framtíðarmöguleika betur, bæði varðandi nám og störf.