Krakkar með krökkum

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 9. bekk fengið leiðtogaþjálfun en hluti af þeirri þjálfun er að fara í yngri bekki skólans með jafningjafræðslu. Nemendum í  9. bekk var skipt upp í fjóra hópa sem skiptast síðan á yngri árganga skólans.

Fyrsti hópurinn, sem fór í 3. bekk, hefur lokið sinni kennslu og gekk sú vinna frábærlega. Nemendur eru staðráðnir í að halda áfram að fara inn í 3. bekk, hitta vinabekkina sína og aðstoða við allskyns verkefni.

Nú er í gangi kennsla í 5. og 6. bekk og gengur það mjög vel. Þeir nemendur sem fara síðan í 4. bekk eru að klára sinn undirbúning og hefja kennsluna sína fljótlega.

Óhætt er að segja að 9. bekkur sé búinn að standa sig frábærlega í þessu verkefni. Allir nemendur hafa tekið þátt, verið jákvæðir fyrir verkefninu og vandað sig við allan undirbúning.

Við erum mjög stolt af flottu unglingunum okkar sem nýta tækifærið til efla sig enn frekar.

Meðfylgjandi eru myndir úr vinnunni í 3. bekk.