Fyrirlestur varðandi kynbundið ofbeldi

Mánudaginn 4. desember fengu nemendur í 8. – 10. bekk Grundaskóla fyrirlestur varðandi kynbundið ofbeldi. Þessa dagana stendur einmitt yfir sextán daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi.

Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi og þann 10. desember er síðan alþjóðlegur mannréttindadagur.

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur heimsótti Grundaskóla og flutti mjög mikilvægan og góðan fyrirlestur fyrir nemendur. Í framhaldinu voru myndaðir umræðuhópar og unnið með málefnið.

Soroptimistar styrktu þennan fyrirlestur en samstökin standa einmitt fyrir átakinu þekktu rauð ljósin sem beinist gegn hverskonar ofbeldi í samfélaginu.