Fréttir frá unglingadeild

Það er nóg að gera hjá unga fólkinu okkur í 8.-10. bekk. Nemendafélagið er með jóladagatal í gangi en þar nota þau lukkuhjól sem dregur út heppna nemendur á hverjum virkum degi fram að jólafríi. Mjög flottir vinningar eru í boði. Þá eru einnig allir bekkir búnir að skreyta hurðina sína og nú er keppt um flottustu jólahurð unglingadeildar. Niðurstaða dómnefndar verður kynnt í næstu viku. 

Á mánudaginn ætlum við síðan að vera með jólasokkadag og kósýdag í frímínútum.  

Við viljum minna á að Nemendafélag Grundaskóla er með síðu inn á Instagram- nemendaradgrundo.  Um er að ræða lifandi og skemmtilega síðu þar sem NFG setur inn myndir/myndbönd af viðburðum sem eru í gangi hverju sinni. 

 Við erum einstaklega stolt af ungmennunum okkar í Grundó enda eigum við ótrúlega flotta nemendur sem sýna og sanna á hverju degi hversu öflug þau eru.