Fréttir frá 5. bekk

Miðvikudaginn 6. desember fór 5. bekkur upp í skógrækt  þar sem árgangurinn er að vinna með skóginn og lífríki tengt honum í náttúrufræði,  var því farið i vettvangsferð og unnið verkefni tengt skóginum.

Ákveðið var að gera skemmtiferð úr þessu í  leiðinni og þeir sem gátu komu með vasaljós og skógurinn kannaður í myrkrinu, síðan var drukkið kakó og borðað piparkökur.

Gaman var að sjá hvað krakkarnir voru duglegir að vinna verkefnið sitt í myrkrinu og notuðu þau ljósin sem þau höfðu.

Skemmtileg ferð með frábærum krökkum.