Við vekjum athygli á ábendingalínu Barnaheilla,

Þar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri. Ábendingalínan er ætluð bæði börnum og  fullorðnum. Hún er aldursskipt fyrir 14 ára og yngri, 15-17 ára og svo 18 ára og eldri.

Til ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem ofbeldi gegn börnum, kynferðislegt eða annars konar ofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, einelti og fleira. Samstaða meðal almennings er sterkasta vopnið gegn þessum ósóma og þar getum við öll lagt okkar að mörkum með því að vera á varðbergi.

Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af SAFT verkefninu, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur 1717, hjálparsímann.

Hér er slóð á ábendingarlínu barnaheilla:

https://www.barnaheill.is/is/abendingalina